Cléo de 5 à 7 (1962) ★★★★⯪👍👍

Söngkonan Cléo reynir að dreifa huga sínum meðan hún bíður slæmra frétta.

Cléo de 5 à 7 rímar við Sans toit ni loi. Það var ekki eitthvað sem ég áttaði mig á þegar ég ákvað að horfa á tvær kvikmyndir eftir Agnès Varda með stuttu millibili. Cléo er nærri toppnum en Mona á botninum. Mögulega ríma allar myndir hennar, ég hef ekki séð fleiri.

Cléo de 5 à 7 gerist á nær rauntíma og þar sem lengd myndarinnar er ekki nema níutíu mínútur er titillinn villandi, myndin endar um hálf-sjö. Corinne Marchand nær að túlka persónu sem verður hægt og rólega áhugaverðari eftir því sem hún nálgast dóm sinn.

Þrátt fyrir að vera hrifnari af kvikmyndum með meiri söguþræði greip Cléo de 5 à 7 mig.

Ég verð að nefna skemmtilegt atriði þar sem Cléo horfir á þögla gamanmynd með leikurum á borð við Jean-Luc Godard, Anna Karina og Eddie Constance.

Matlin gefur ★★★☆.

Óli Gneisti gefur ★★★★⯪👍👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *