Lögreglumaður rannsakar morð heillandi og fallegrar ungrar konu en það er ekki allt sem sýnist.
Laura er mikils metin kvikmynd eftir Otto Preminger. Ég hef heyrt að hún hafi haft töluverð áhrif á David Lynch og að persónan Laura Palmer í Twin Peaks sé nefnd eftir titilpersónu myndarinnar.
Þó ég vissi fyrirfram að Vincent Price léki í Laura þekkti ég hann ekki strax en auðvitað þurfti hann ekki að segja margt áður en ég tengdi. Það er ekki bara að hann sé tiltölulega ungur hérna heldur áttaði ég mig alls ekki á hve hávaxinn hann var.
Mér þótti Laura mjög fín mynd en ég sá ekki snilldina. Mögulega get ég bara ekki áttað mig nægilega vel á því hvað var nýtt á þessum tíma. Allavega held ég því alveg opnu að ég hafi ekki náð þessari mynd.
Maltin gefur ★★★★.
Óli gefur ★★★⯪☆👍.
