Le Bonheur (1964) ★★★★★👍👍🖖

Hamingjusamur fjölskyldufaðir reynir að finna sér enn meiri hamingju.

Le Bonheur er ekki það sem hún virðist vera. Hún er eitthvað meira. Þetta er dökk mynd. Eiginlega með þeim dekkstu. Hún er miskunnarlaus fordæming á karlrembu fransks samfélags. Það eru líka fleiri en ég sem hafa tekið eftir á að hún sé eiginlega rangt flokkuð sem dramamynd.

Agnès Varda byrjaði feril sinn sem ljósmyndari og það sést. Ég hef sjaldan séð jafngóða römmun og Le Bonheur og hinum myndum hennar. Hérna fær litanotkun hennar að blómstra. Það öskrar ekkert á mann og líklega er hægt að missa af því. Það er bara hluti af hinum hversdagslega raunveruleika fjölskyldunnar. Sem mér þykir töluvert afrek.

Maltin gefur ★★⯪☆ og segir að sagan sé ósannfærandi og ég ætla að segja nokkuð sem ég forðast almennt: hann fattaði ekki myndina.

Óli gefur ★★★★★👍👍🖖

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *