Black Christmas (1974) ★★★★⯪ 👍👍

Óhugnanlegur símadóni herjar á háskólastúdínur¹ sem búa saman í drungalegu húsi.

Black Christmas lítur út eins og hún tilheyri bylgju kvikmynda sem komu í kjölfar Halloween. Í raun er hún nokkrum árum eldri. Mig grunar að ímynd mín af henni sé tengd því hvernig hún var markaðsett fyrir myndbandamarkaðinn.

Black Christmas er ekki ódýr blóðug hryllingsmynd. Þetta er meira Hitchcock en Wes Craven (með fullri virðingu fyrir honum). Ógnin verður hægt og rólega alltumlykjandi.

Kvikmyndatakan er á köflum í fyrstu persónu og hefur væntanlega verið frumleg á síns tíma mælikvarða. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig hægt var að fara svona lipurlega með myndavélina.

Frægustu leikkonur Black Christmas eru Oliva Hussey (Júlía úr Romeo and Juliet) og Margot Kidder (Lois Lane úr Superman). Andrea Martin er ekki jafn stórt nafn en hefur leikið í mörgu, til að mynda Innerspace. John Saxon var líklega frægastur á þessum tíma. Ári fyrr lék hann í Enter the Dragon og áratug seinna lék hann í A Nightmare on Elm Street.

Ég hef aldrei áður velt fyrir mér ferli leikstjórans Bob Carter. Það er áhugaverð samsuða af myndum. Black Christmas, A Christmas Story, Porkys, Baby Geniuses og Karate Dog. Ég hef eingöngu stiklað á stóru …²

Maltin gefur ★★⯪☆ þó hann sé almennt lítið fyrir jólahrylling og tekur fram að Black Christmas sé „ekki slæm“.

Óli gefur ★★★★⯪ 👍👍.

¹ Stúdína. Ekki besta orðið.

² She-Man: A Story of Fixation hljómar einstaklega illa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *