Fyrrverandi andófsmaður telur sig hafa fundið manninn pyntaði hann meðan hann var í haldi íranskra stjórnvalda … en hann er ekki alveg viss.
Í sýnishorninu var Un simple accident létt farsakennd¹ gamanmynd um erfitt málefni. Hún er vissulega fyndin á köflum en hún er líka þung og spyr spurninga um siðferðisleg álitamál.
Meðan ég horfði á Un simple accident velti ég fyrir mér hvort það væri mögulegt að hún hefði raunverulega tekin upp í Íran. Hún er svo gagnrýnin á stjórnvöld og ögrar þeim með persónum sem hunsa reglur um slæðunotkun og efast jafnvel um tilvist framhaldslífs í þeirri mynd sem það er predikað. En myndin var tekin upp að öllu leyti í Íran á svig við lög og reglur.
Jafar Panahi sem leikstýrir Un simple accident hefur verið í ónáð hjá klerkaveldinu í töluverðan tíma. Hann var fangelsaður fyrir nokkrum árum en var sleppt eftir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Hann mætti óvænt á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem myndin hlaut Gullpálmann ásamt helstu leikurum myndarinnar. Hvað verður um þau nú?
Óli gefur ★★★★★👍👍
¹ Þetta er næstum orðaleikur, óviljandi samt.
