Ólíklegur hópur af bardagafólki kemur saman til að verja börn látins kínversks herforingja um miðja fimmtándu öld.
Nú skortir mig þekkingu á kínverskum¹ bardagamyndum (í þessu tilfelli er undirflokkurinn wuxia) til að setja Dragon Inn í kvikmyndasögulegt samhengi. Þó get ég vel séð að hérna er verið að vinna með hugmyndir sem urðu mikilvægar í kvikmyndum næstu áratugina. Ef þú vilt rekja línuna aftur frá Crouching Tiger, Hidden Dragon og Matrix þá finnur þú Dragon Inn.
Bardagaatriðin eru oft skemmtileg en það er augljóst að á næstu áratugum var unnið með þessar hugmyndir þannig að í samanburðinum eru þau mjög gamaldags.
Það sem eldist best er húmorinn.
Óli gefur ★★★★☆👍.
¹ Ekki bara ríkið Kína heldur líka Hong Kong og, í þessu tilfelli, Taívan.
