Skógarhöggsmaður þarf að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu.
Train Dreams er mynd sem vill vera djúp en tekst það aldrei almennilega. Mér leið ákaflega oft eins og það væri verið að mjólka tár úr mér og það tókst ekki (og það er auðveldara en þið haldið). Myndin er þó vissulega sorgleg og jafnvel falleg.
Nú er ég ekki aðdáandi þess að hafa sögumenn í kvikmyndum og mér fannst það ekki virka í Train Dreams. Sýna en ekki segja er ákveðin klisja en langt frá því að vera ósönn. Ég held að mörg atriði hefðu jafnvel getað verið sterkari ef það væri ekki útskýrt nákvæmlega hvaða tilfinningar maðurinn á skjánum hafi verið að upplifa. Þetta er ákveðin vantrú á áhorfendum.
Joel Edgerton er góður í aðalhlutverkinu, sem og Felicity Jones og Kerry Condon. William H. Macy kemur mjög sterkur inn.
★★★⯪☆👍
