Sýningin í gær gekk bara vel. Egill Helgason mætti ekki en ég hafði tekið frá fyrir hann sæti (sjá mynd). Hann svaraði ekki heldur póstinum sem ég sendi honum.
Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá gagnrýndi Egill þættina Root of all Evil? á sínum tíma án þess að hafa séð þá. Gagnrýnin var fyrst og fremst fyrir titilinn sem Egill fór meira að segja vitlaust með, sleppti spurningamerkinu. Ef Egill hefði síðan kynnt sér málið aðeins þá hefði hann komist að því að titillinn var kominn frá sjónvarpsstöðinni en ekki Dawkins. Dawkins stakk hins vegar meðal annars upp á Imagine no religion.
En Egill sá sér greinilega ekki fært að mæta, líður greinilega ágætlega með að kveða upp sína sleggjudóma út í horni.