Úr einni vinnu í aðra

Ég er búinn að ráða mig í sumarvinnu og búinn að senda uppsagnarbréf.  Uppsögnin tekur gildi 17. apríl en ég byrja að vinna 1. maí.  Ég hlakka til að hætta að vinna kvöld og helgar.  Ég verð að vinna á sama stað og í fyrra.

En ég er ekki með neina vinnu næsta vetur.  Mun reyndar líklega taka námið töluvert föstum tökum fram að áramótum nema að ég fái eitthvað gott starf með.  Síðan verð ég minna í skólanum eftir áramót og reyni þá kannski frekar að vera í vinnu þá.  Ég er líka búinn að spjalla við Terry um það að ég vilji betri grunn í þjóðfræðina og hann sagði að ég ætti bara að sitja þá tíma sem ég hefði áhuga á.  Geri það líklega.