Maður á engra annarra kosta völ en að taka þátt í hinu kapítalíska samfélagi.
Dökk gamanmynd frá Park Chan-wook sem gerði m.a. Oldeuboi og skrifaði handritið að Uprising. Það eru mörg fyndin og flott atriði. Ádeilan er oft beitt. Einhvern veginn vonaði ég samt að No Other Choice myndi ná meiri hæðum, miðað við hvernig hefur verið talað um hana. Að heildin væri sterkari.
Líklega er þetta tengt lengdinni. Ef No Other Choice hefði verið skorin niður hefði hún mögulega virkað betur.
Óli gefur ★★★★☆👍
