Sænskur rithöfundur hverfur en dagbókin hans gefur vísbendingar.
Max von Sydow og Liv Ullman leika aðalhlutverkin í mynd Ingmar Bergman Vargtimmen sem er að mestu tekin á eyju leikstjórans Fårö.
Vargtimmen er undarleg en ekki skemmtileg. Uppáhalds Bergman-myndirnar mínar eru fyndnar, oftast á myrkan hátt. Þessi hefði mátt við örlitlu gríni. Það eru nokkur góð atriði í myndinni en ná ekki að bjarga henni. Brúðuleikhúsið og strákurinn eru þau eftirminnilegustu.
Maltin gefur ★★★☆ en tekur fram að Vargtimmen sé ein af síðri myndum Bergman.
Óli gefur ★★★☆☆🫴 og tekur undir að Vargtimmen sé með síðri myndum Bergman.
