Moulin Rouge (2001) ★★★⯪☆👍

Ungur rithöfundur verður ástfanginn af stjörnu Rauðu Myllunnar undir lok nítjándu aldar.

Ég er beggja blands. Moulin Rouge! gerir svo margt skemmtilegt og fáránlegt. Sviðsmyndirnar eru oft rosalega flottar. Mörg lögin virka ákaflega vel í þessum víxlsöng. Síðan er gaman að heyra Queen-lag.

Moulin Rouge! er fyrst og fremst of löng. Ástarsagan sjálf nær að flækjast fyrir skemmtilega sjónarspilinu. Óþokkinn hefði líka mátt vera betur útfærður.

Maltin gefur ★★☆☆

Óli gefur ★★★⯪☆👍

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *