Fyrir þó nokkru var Ágúst Borgþór að kvarta yfir því að hann Óskar Árni félagi minn hefði ekki verið nógu fínt klæddur þegar hann hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör.  Óskar leit nefnilega út eins og hann hefði komið inn af götunni.  Í DV í gær var málið upplýst, Óskar hafði einmitt verið að koma inn af götunni.  Ljóðið hans Óskar sigraði en var eignað öðrum fyrir misskilning.  Þegar þetta kom í ljós á verðlaunaafhendingunni þurfti að ræsa Óskar af stað og hann hefur þá væntanlega þurft að koma eins og hann var klæddur.