Ég fattaði áðan svoltið. Í Trivial á laugardagskvöldið var spurt hve oft Michael Jordan hefði tilkynnt að hann væri hættur. Ég sagði þrisvar en svarið var tvisvar. Ég fattaði núna áðan að við vorum greinilega að spila 2000 útgáfuna og spurningin því búin til áður en Jordan hætti í þriðja skiptið. Það var líka eitthvað annað sem angraði mig í spilinu… Eitthvað sem ég ætlaði að fletta upp. Eydís, manstu hvað það var? Þetta angrar mig þó það skipti í raun engu máli. Ég er nefnilega svoltið sjúkur.