Hefð föstudagsins langa

Eina hefðin sem maður hefur á föstudaginn langa er að lesa/sjá fréttir af einhverjum kolklikkuðum Filippseyjingum sem krossfesta sig.  Það væri áhugavert að vita hvort einhverjir myndu nenna þessu ef ekki væri fyrir sjónvarpsmyndavélarnar?  Fimmtán mínútur af frægð og sársauka.

Ég hafði einu sinni þá hefð að láta mér leiðast en ég er hættur því, engin ástæða til.  Ég spila núna lagið Föstudagurinn langi með Unun.