Flottur fýlukall og ruslafýlukall

Herald house hótelið í Edinborg klukkan 22:21 þann 21. apríl 2006
Við fórum núna áðan út að borða.  Við ákváðum að fara á sama stað og fyrsta daginn okkur.  Það var Bar Italia hér á Lothian Road.  Maturinn minn var mjög góður og Eygló var mjög sátt við sitt.  Það var svoltið áhugavert í kvöld að fylgjast með yfirþjóninum þarna.  Hann virðist vera karakter.  Hann söng og trallaði, muldraði við sjálfan sig og gortaði sig við gestina.  Hann var samt eiginlega alltaf með fýlusvip.  Þjónninn sem var að afgreiða okkur náði að setja upp skemmtilegan brandara fyrir okkur áðan.  Hann spurði Eygló hvort henni væri kalt en Eygló sagði nei, við sátum við hurðina.  Síðan spurði hann okkur hvaðan við værum.  Við svöruðum Ísland þannig að það kom eins og það væri útskýringin á því hve vel við þyldum kuldann.  Honum fannst þetta ekkert sérstaklega fyndið og hann minntist ekkert á að hafa komið til Íslands.

Ég gleymdi áðan að minnast á eina búð sem við fórum í.  Hún var á Leith Walk og seldi stjörnusjónauka og fleira tengt.  Það sem kom mér hins vegar á óvart var að þarna voru líka seldar einhverjar sköpunarsinnabókmenntir.  Það var annars rosaleg fýla af búðinni, kannski að það hafi verið að þessu rusli.