Garðvinna unnin

Jæja, það er töluvert minna af trjágróðri í garðinum í dag en í gær.  Gummi kom í heimsókn með keðjusög og tók mest af stærsta fjandanum.  Við ákváðum samt að gefa kúlunni séns og slátruðum henni því ekki.  Ég reif upp töluvert af runnunum með handafli.  Auðveldast var að taka leyfarnar af runnanum sem Freyr stappaði á í fyrra.

En ég á eftir að ná upp rótunum á stóra fjandanum en þar sem við höfum tryggt að hann laufgast ekki í bráð þá liggur ekkert á því.  Núna er pláss á pallinum okkar til að sitja og grilla.