Forsíða Kaninkunnar hefur tekið breytingum, yfirlit yfir nýjustu færslur Kaninkuklansins birtast þar nú. Eygló varð svoltið femin við að sjá að úrdráttur úr hennar færslum birtist efst, Sverrir og Stefán eru hins vegar neðst á síðunni þó þeir séu líklega þekktari bloggarar en Eygló mín. En ég er núna búinn að bæta við síðustu meðlimum Kaninkuklansins á rss-yfirlitið hér á hliðinni (Palli færði síðustu meðlimina yfir í MT þegar Kaninkan var flutt).
Palli lét síðan inn merki fyrir Kaninkuna á forsíðuna og ég lét það hér líka.