Hver er munurinn á töfralækni indíána sem dansar regndans og Páfa sem biður fyrir rigningu? Munurinn felst í því að það er eitthvað skemmtanagildi í regndansinum. Mér finnst alltaf jafn kjánalegt þegar trúað fólk er að hæðast að öðrum trúarbrögðum því þeirra trúarbrögð eru jafn heimsk, hugsanlega er kristin trú samt sú allra heimskasta en förum ekki nánar út í það. Ég man alltaf eftir prestinum sem kenndi mér kristinfræði (sem ég fékk alltaf 10 í, ólíkt þeim sem trúðu kjaftæðinu) og hvernig hann var að hæðast að öðrum trúarbrögðum, talandi um að sjá ekki bjálkann.
Hinir trúgjörnu er alltaf eins, sama hver trúarbrögðin er. Mig grunar reyndar að margir sem segjast trúa viti einhvers staðar innst inni að þetta er bara kjaftæði en þeir telja nauðsynlegt að blekkja sig af því þeir geta ekki sætt sig við heiminn einsog hann er. Ég meina að maður þarf nú að vera orðinn verulega veruleikafirrtur til að trúa þessu bulli af lífi og sál.
Annars þá hef ég í raun enga löngun til að afkristna heiminn, fyrst og fremst vill ég losna við sífelldar árásir kristinnar trúar í líf mitt og síðan hefði ég gaman að því að losna við hræsnina, gervitrúnna. Þegar slíkt hefur verið gert ætti að vera ljóst að kristni er hornreka í nútímasamfélagi, aðeins örfáir sem raunverulega trúa þessu rugli. Ef við hættum að ríkisstyrkja trúnna þá ætti hún að deyja nær algerlega út á nokkrum kynslóðum.
Við þurfum að losna við lygina „kristni er góð“, hún er alltof áberandi í samfélagi okkar. Þessi lygi sem bylur á okkur í gegnum fjölmiðla, menntakerfið og annan áróður veldur því að sumir hafa einhverja aðdáun á kristni þó að þeir hafi enga raunverulega trú.
Við þurfum einnig að losna við mátt hefðarinnar sem er það sem heldur ríkiskirkjunni svona sterkri, við þurfum að sýna fólki fram á að það geti lifað betra lífi án þess að gifta sig í kirkju, skíra börnin sín eða ferma þau. Ríkið verður að hætta að niðurgreiða hræsnina. Í frjálsri samkeppni lyginnar og sannleikans þá óttast ég ekki um val neytandans.