Óli og Biggi í sjónvarpinu

Við Biggi fórum í Morgunsjónvarpið alveg eldsnemma áðan.  Óþarfi að vakna klukkan hálfsjö.  Ég kom aðeins á undan Bigga og þar var Katrín Júlíusdóttir komin, greinilega stundvís þar sem hún fór í loftið á eftir okkur.  Förðunin tók snöggt af, ekki nema svona tíu sekúndur.  Þegar Biggi kom tók hans smink ekki nema 5 sekúndur.

Ég tók þá ákvörðun að vera í blárri skyrtu til að koma betur út í sjónvarpinu.  Það var líka gott þar sem Biggi var í svörtu því annars þá hefðum við verið samanlagt full svartsýnir.

Ragnheiður mundi eftir mér frá því síðast sem mér fannst nokkuð gott hjá henni.  Viðtalið tókst ágætlega þó ég sjái ótal mistök hjá mér, ég hefði viljað tala meira um sumt og orða eitthvað öðruvísi og svo framvegis.  Man þetta næst.

Þið sem viljið kíkja á þetta getið smellt á þessi orð sem ég hef skrifað hér.  Linkurinn ætti allavega að virka í Internet Explorer, er ekki viss með Opera og Firefox (stundum hafa verið vandræði þar).  Njótið.