Mér skilst að það hafi komið kippur í skráningar á ráðstefnuna eftir Ísland í bítið. Gott að vita að maður er heillandi. Síðan fékk ég þær fréttir að við getum komið fleirum á ráðstefnuna en við héldum (erum reyndar komin framyfir það sem við héldum) þannig að það er ennþá pláss. Kíkið á heimasíðu ráðstefnunnar. Þetta gengur mjög vel, sérstaklega miðað við að við höfum ekkert auglýst í raun (höfum enga peninga til þess).
Ég auglýsi aftur eftir félaga á Zappa plays Zappa annað kvöld.