Síðasti séns á trúleysingjana…

Ég var að setja þetta inn á Vantrú en það er best að láta þetta hér líka… 
Eftir rúma viku verður haldin ákaflega vegleg trúleysisráðstefna á Kaffi Reykjavík. Það er óvíst hvort aftur gefist tækifæri til að hlusta á jafn marga og góða fyrirlesara ræða um trúleysi á Íslandi. Skráning hefur gengið vel en það eru þó laus sæti. Þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að hitta trúleysingja víðs vegar að.
Endilega grípið tækifærið, við lifum jú bara einu sinni: 

  • Richard Dawkins: The God Delusion (einn þekktasti vísindamaður heims ræðir um ranghugmyndina Guð)
  • Dan Barker: Losing Faith in Faith (predikarinn sem missti trúnna)
  • Julia Sweeney: Letting go of God (leikþáttur)
  • Margaret Downey: Celebrating Life the Secular Way (um borgaralegar athafnir)
  • Brannon Braga: Star Trek as Atheist Mythology (fyrir okkur nördana)
  • Annie Laurie Gaylor: No Gods – No Masters: Women vs. Orthodoxy (konur og trúarbrögð)
  • Hemant Mehta: The eBay Atheist: How a Small Idea became a Front Page Sensation (sett sál sína á sölu á eBay)
  • Mynga Futrell og Paul Geisert: Seizing the Elusive Positives (að beina sjónum samfélagsins að öllu því jákvæða sem trúleysingjar gera)

Við gleymum ekki Íslendingunum (sem tala þó á ensku):

  • Sigurður Hólm Gunnarsson: Staða trúleysis og trúfrelsis á Íslandi
  • Stefán Pálsson: Blekking og þekking (bók Níelsar Dungal)
  • Steindór J. Erlingsson: Áhrif trúar og vísinda í grunnskólakennslu

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun opna ráðstefnuna.

Það er ennþá tækifæri, ekki missa af þessu. Nánari upplýsingar má finna hér.