Blogg um blogg og sund

Í morgun lá Kaninkan niðri og mig langaði að blogga.  Ég ætlaði að segja að þegar ég fór í sund í morgun þá mundi ég hvers vegna ég hef aldrei nennt að halda út sundferðum.  Það var semsagt hópur af unglingum í einhvers konar sundæfingum þarna og það tók tvær brautir.  Það voru líka nokkrar gamlar konur þarna sem tóku heila braut aðallega undir spjall.  Mér finnst að það hefði átt að reka konurnar út í pott.  Mér finnst líka að það ætti að vara mann við að það sé ekkert pláss fyrir mann að synda þegar einhvern kennsla er í gangi.  Ég náði rétt að synda hundrað metra og þá bara þegar ég var að fara.

En mig langaði reyndar líka að blogga um annað og það er hve pirrandi það er að geta ekki bloggað.  Reyndar langar mig oft að blogga um að ég geti ekki bloggað þegar ég get ekki bloggað.  Mér fannst þetta fyndin setning hjá mér.

3 thoughts on “Blogg um blogg og sund”

  1. Þú átt þá bara að sækja almennilega sundlaugastaði sem eru með þar til gerðar laugar fyrir svona fólk sem er ekki að synda helur bara spjalla og krakka sem eru bara að splasha. Ég mæli með Grafarvogslaug. Það er stundum sundfólk að æfa þarna, og krakkar, en þau taka bara tvær til þrjár brautir þannig að aðrar tvær til þrjár eru lausar.

  2. Ég get talið þau skipti á fingrum annarar hendi sem ég hef bara alls ekki getað synt vegna gamalmenna, æfinga eða annars – og ég hef sótt staðinn frá því 1998.

Lokað er á athugasemdir.