99 loftpóstar…

Síðasta sólarhring fékk ég 99 tölvupósta er varða ráðstefnuna núna um helgina.  Mikil gleði verður á ráðstefnunni en einnig þegar hún verður búin…

Ásgeir fékk hins vegar póstkort frá Skotlandi í dag sem við sendum fyrir tveimur mánuðum.  Hann er loksins að fatta alla bakpokabrandarana.  Það stóð að við hefðum ekki borgað nóg undir kortið en við báðum um frímerki til Íslands, Ásgeir giskaði að afgreiðslufólkið hefði heyrt „Írlands“….  Þið látið okkur vita ef þið fáið frá okkur kort á næstu dögum.  Öll þið sem fáið ekki kort getið samt verið viss um að við sendum þau… í góðri trú… í alvörunni sko.