Stebbi Páls og Siggi Hólm voru flottir í Íslandi í bítið í morgun. Ég hins vegar stakk af í Bláa Lónið með Richard Dawkins, Margret Downey og hennar manni, Bobbie Kirkhart og vel völdum Íslendingum. Þetta var bara gaman. Sýndist Dawkins hafa gaman af þessu þó hann hafi verið mjög skeptískur á sögur af lækningamætti Lónsins.
Ég gleymdi að segja frá því í gær að ég var að spjalla við Dawkins og Annie Laurie í gær og fór að tala um rannsóknir Íslenskrar Erfðagreiningar. Í miðjum klíðum þá vaknaði ég og áttaði mig á að ég var útskýra einhverja genamál fyrir höfundi The Selfish Gene, The Blind Watchmaker, Ancestor’s Tale, Climbing Mount Improble etc. Mér leið eins og hálfvita. Hef náttúrulega ekki einu sinni almennilegan orðaforða í þetta.