Fann reyndar eitthvað sem mig langar að gera í kvöld, Eivör og Ármann. Verð að finna einhverja kvikyndislega spurningu handa Ármanni. Reyndar verð ég að afreka eitthvað meira í dag, var að spá í að kaupa sjónvarpskort og skjákort með sjónvarpsútgangi.
Eygló er farinn í vinnuna, verður þar til klukkan tíu í kvöld, ýmislegt að gerast hjá þar en þó varla í hennar deild.
Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég minntist síðast á þetta þannig að það er best að taka fram að ég á eftir að vinna í 9 daga, 5 á dagvakt og 4 á kvöldvakt. Hlakka til að flytja, fara í skóla, fara á tónleika. Ætti reyndar að vera að vinna í dag en fékk Örvar til að vinna fyrir mig, hann fílar það að vinna.
Hefur annars einhver séð raunverulegt barn stynja „þetta fullorðna fólk“ í hneyklsunartón einsog börn gera gjarnan í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum?
Þú segir þetta þá örugglega ennþá.
Ég gerði það oft sem barn enda ástæða til