Við erum komin frá Gotlandi. Langa útgáfan af ferðasögunni mun detta inn bráðlega í mörgum hlutum. Sú verður væntanlega ekki lesin nema af ferðafélögunum. Ég mun síðan gera stutta útgáfu fyrir ykkur hin. Núna eru um 24 tímar síðan að við fórum frá hostelinu í Visby Gotlandi í átt að ferjunni. Voða ferðalag. Flugvélin tafðist um rúma sex klukkutíma. Gott að vera komin heim.