Frjálslynda guðfræðin sko…

Var að lesa skemmtilegan brandara. Hann er augljóslega gamall þar sem aðalpersónan er látin fyrir löngu en hann kom mér til að hlæja.

Kardínálarnir koma til páfans og segja honum að líkamsleifar Jesú hafi fundist í Palestínu. Það var enginn vafi, allir fornleifafræðingarnir voru sammála um að þetta væri í raun Jesú. Páfinn spyr Kardínálana hvort það sé eitthvað sem hægt sé að gera. Þeir svara honum að það sé einn snjall maður sem hægt sé að leita til, mótmælendatrúaður guðfræðingur í Bandaríkjunum sem heitir Tillich. Páfinn hringir í Tilich og útskýrir stöðuna vandlega fyrir honum. Á hinum enda símalínunnar verður löng þögn en loks heyrist: „áttu við að hann hafi í alvörunni verið til?“