Ég er kominn heim. Ég á nokkrar bækur hérna sem ég á eftir að skrá og hugsanlega dugar það til að klára. Annars tek ég síðustu í fyrramálið. Ég sá annars hóp af nemendum í safnakynningu á Hlöðunni og ég held að það hafi verið fyrsta ár bókasafns- og upplýsingafræðinnar. Bara kvenfólk. Ég áttaði mig þá líka á því að þetta er fjórða árið mitt í Háskólanum en þetta hefur þotið hjá.
2 thoughts on “Heima að skrá… þotið hjá…”
Lokað er á athugasemdir.
Já, samkvæmt kenningum höfundar Hellisbúans liggur það dálítið í eðli kvenna að vilja safna saman, tína til og flokka. Skipuleggja og raða.
Er það ekki það sem þetta gengur meira og minna út á annars? 😛
Ehh, jújú. Segjum það.