Náttúrufræðistofnun og Náttúrugripasafnið

Nú er ég ekki andstæðingur þess að flytja hinar og þessar stofnanir út á landi.  Sérstaklega finnst mér það rökrétt þegar um hefur verið að ræða stofnanir sem þjóna fyrst og fremst landsbyggðinni.  Mér finnst hins vegar ekki gáfulegt að flytja Náttúrufræðistofnun og Náttúrugripasafn út á herstöð (ég geri ráð fyrir að “Keflavíkurflugvöllur” þýði herstöðvarsvæðið).

Augljósa ástæðan er sú að Náttúrufræðistofnun ætti að planta hjá Öskju í Vatnsmýrinni til að auka samstarf þar á milli.  Nú er engin nauðsyn að hafa Náttúrugripasafnið þarna hjá en ég get ekki séð hvaða vit er í því að setja það eitthvað út í rassgat (töluvert frá Keflavík og Njarðvík). Það er ekki til að hvetja fólk til að fara þangað.  Ef það á að flytja safnið eitthvað þá mætti allavega gjöra svo vel að setja það einhvers staðar þar sem er fólk nálægt.

Það er örugglega hægt að gera margt skemmtilegt við þetta svæði en þetta er ekki snjallt.