Enn held ég vöku fyrir sjálfum mér með hósti. Pirrandi. Hugsanlega myndi ég þó ná mér fyrr ef ég myndi slappa eitthvað af. Ég náði þó allavega að klára lesefnið í rannsóknunum um sexleytið í nótt. Ein greinin var svo tyrfin að ég áttaði mig nokkrum sinnum á því að ég væri ekki að ná neinu samhengi í henni. Merkilega svipað því að lesa eitthvað úr post-modern generator. En síðan las ég aðra grein eftir sama höfund sem var mun skiljanlegri þannig að hugsanlega var þýðingin eitthvað slök í fyrri greininni.
Mig dreymdi keilu áðan þegar ég loksins náði að sofna.