Ég verð að nefna það að Eggert var með mjög spes gjöf. Hann ákvað semsagt að það væri tímabært að hann fengi eintakið sitt af Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar eftir Gísla Sigurðsson sem ég fékk lánað í apríl þannig að hann gaf mér eintak af bókinni. Hann fékk sitt eintak aftur. Ég er náttúrulega í Munnlegri hefð hjá Gísla núna, bara lesnámskeið reyndar. Það er búið að vera ótrúlega gaman að lesa greinarnar í lesheftinu. Fæ ótal hugmyndir.