Dagurinn sem Sjálfstæðismenn fögnuðu

Nú veit ég ekki hvort þetta hefur komið fram áður en þegar ég horfði á innlenda fréttaannálinn á RÚV áðan rifjaði ég upp þingflokksfund sem ég sat 26. janúar 2009. Ég fór frá Hverfisgötunni í­ þinghúsið ásamt tveimur öðrum. Við fórum inn bakdyramegin í­ stað þess að eiga það á hættu að þurfa brjóta okkur leið framhjá mótmælendum á Austurvelli. Þegar ég kem inn í­ þinghúsið sé ég Geir H. Haarde standa í­ stiganum sem liggur upp í­ mötuneytið umkringdur fréttamönnum. Ég stoppa ekki heldur geng inn í­ þingflokksherbergi framsóknarmanna (græna herbergið) en heyri á leiðinni fagnaðarlæti í­ herberginu á móti, þ.e. þingflokksherbergi sjálfstæðismanna (bláa herbergið). Ég kveiki um leið á sjónvarpinu, sé Geir þá í­ beinni útsendingu og kemst að því­ að hann var að tilkynna um stjórnarslit. Ég er ekki viss um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi fagnað mikið oftar árið 2009.

í nú að fara rukka fyrir Facebook?

í kaffistofu Pressunnar hefur mönnum borist til eyrna sú skemmtilega saga að til standi að breyta Facebook í­ áskriftarvef. „Hafa skal það sem skemmtilegra reynist“ er vonandi í­ hávegum haft á þessari kaffistofu sem og öðrum. Sem unnanda flökkusagna þá hefur saga sem þessi gengið allavega um YouTube, MSN, Hotmail og Yahoo svo ég muni eftir. Sjálfsagt eru sí­ðurnar og forritin mikið fleiri.

En hvað varðar Facebook þá segir Sheryl Sandberg segir t.d. í­ viðtali við BusinessWeek í­ aprí­l fyrr á þessu ári aðspurð hvort til greina komi að rukka fyrir notkun á Facebook:

The answer is no, we are not planning on charging a basic fee for our basic services. Once again, that question stems from people thinking we’re growing so quickly, we’re running out of money. We’re growing really quickly, but we can finance that growth. We’re not going to charge for our basic services.

Skoði menn málið betur þá væri það arfa vitlaus ákvörðun að rukka venjulega notendur fyrir venjulega notkun. íhrifin gætu orðið þau að milljónir manna myndu hætta að nota sí­ðuna sem fær inn tekjur með því­ að selja auglýsingar, sérsniðnar að hverjum og einum notanda eftir því­ hvaða orð hann hefur slegið inn á prófí­linn sinn.  Auglýsendur sjá mikinn hag í­ þessu fyrirkomulagi eins og það er í­ dag. Segja það meira að segja vera nánast of gott til að vera satt. Lí­klegast verður fyrsta skrefið ef farið verður út á þá braut að rukka fyrir notkun að hægt verði að kaupa einhverskonar „premium account“ eins og er í­ boði á mörgum sí­ðum. Þannig gætirðu keypt þér ákveðin forréttindi á sí­ðunni umfram aðra notendur. En við, litla Gunna og litli Jón ættu að sleppa.

98 ár frá fyrsta Landsmótinu?

Ég óska Akureyringum og öllum sem að Landsmóti UMFí um helgina komu til hamingju með velheppnað mót. Mér hefur oft þótt fjölmiðlar gera meira úr mótinu en þeir gerðu í­ ár. Stöð 2 fjallaði lí­tið um mótið og RÚV sýndi ekki beint frá mótinu eins og á a.m.k. þremur sí­ðustu. Sjálfsagt á „ástandið“ sök á því­. Fjölmiðlar voru hins vegar óvenju duglegir við að tönglast á því­ að 100 ár væru sí­ðan fyrsta Landsmót UMFí var haldið. Er þar ví­sað til þess að 17. júní­ 1909 var haldið á Akureyri Fjórðungsmót norðlendinga þar sem keppt var í­ ýmsum í­þróttagreinum.

Mér finnst mjög hæpið að um þetta mót sé talað sem Landsmót UMFí þó svo það sé almenn viðurkennt í­ dag. UMFí kom t.d. ekki að skipulagningu mótsins heldur stóð Ungmennafélag Akureyrar fyrir mótinu f.h. Fjórðungssambands Norðlendingafjórðungs. Á næstu árum voru haldnar ví­ða um land í­þróttakeppnir á vegum ungmennafélaga sem ekki flokkast til landsmóta í­ dag. Ég myndi segja að fyrsta eiginlega landsmótið hafi farið fram í­ Reykjaví­k tveimur árum seinna eða 17. júní­ 1911 (sama dag og Háskóli íslands var stofnaður). UMFí skipaði undirbúningsnefnd fyrir það auk þess sem samdar voru keppnisreglur og þær sendar félögum til kynningar. Á einhverjum tí­mapunkti á 20. öld er farið að telja „Landsmótið“ 1909 til eiginlegra Landsmóta. í†tli einhver geti bent mér á hvenær það gerist og hvers vegna?

Ekki er allt sem sýnist… á Alþingi

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í­ dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í­ umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í­ tillögu rí­kisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana sæti ég á þingi enda vantar allar forsendur fyrir tillögunni í­ greinagerðinni. Nú ætti það ekki að koma nokkrum manni á óvart en mér lí­st mikið betur á þá tillögu sem Sigmundur Daví­ð er fyrsti flutningsmaður að. Þar er gert ráð fyrir að utanrí­kisnefnd þingsins komi sér saman um feril umsóknar áður en við ákveðum að senda inn aðildarumsókn. Þeirri vinnu ætti að vera lokið í­ sí­ðasta lagi í­ lok ágúst. Vinni nefndin vel gæti vinnunni verið lokið fyrr, mögulega á meðan þetta þing er starfandi. Annars vantar helst þessi atriði inn í­ ályktun stjórnarinnar til þess að það gæti fengið mitt atkvæði:

  • Hvernig valið verður í­ samninganefndina?
  • Hverju þarf að breyta í­ stjórnarskránni og hvenær ef við samþykkjum samning?
  • Hver er kostnaður við umsóknina?
  • Hvernig upplýsingagjöf til almennings verður háttað á meðan aðildarviðræður eru í­ gangi?
  • Hvernig verður opinberum stuðningi háttað við kynningu á samningnum?
  • Hvernig verður staðið að þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Hvernig verður aðkomu Alþingis háttað á meðan samningaviðræður eru í­ gangi?

Ég held að þetta séu atriði sem flestir ættu að geta sætt sig við að séu inn í­ greinagerð þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því­ að vanda til verka tryggjum við breiðari stuðning við aðildarumsókn sem skilar sér vonandi í­ betri samningi.

Hitt málið sem rætt hefur verið á Alþingi er tillaga rí­kisstjórnarinnar um hækkun á olí­u-, bifreiða- og kí­lómetragjaldi, vörugjöldum af ökutækjum, eldsneyti o.fl. auk gjalds af áfengi og tóbaki. Frumvarpið er hluti af bútasaumsteppi stjórnarinnar sem nánast enginn veit nákvæmlega hvernig á að lí­ta út. Það vita fáir hvernig loka eigi fjárlagagatinu og þeir sem vita það vilja ekki segja okkur hinum það. Nú gildir ekki lengur slagorð vinstri grænna um að „segja fyrir kosningar hvað eigi að gera eftir kosningar“. Fjárlagagatið er samt stóra mál sumarþingsins.

Eins og staðan er í­ efnahagsmálum landsmanna í­ dag er ekki skynsamlegt að hækka þessa tilteknu skatta. Þeir fara beint út í­ verðlagið og valda 0,5% hækkun á ví­sitölu neysluverðs sem aftur leiðir til hlutfallslegrar hækkunar á höfuðstóli verðtryggðra lána. Sú hækkun kemur verst niður á fjölskyldum og fyrirtækjum sem hafa mátt þola nóg til þessa. Samtals hækka lán fjölskyldna og fyrirtækja um 8 milljarða til þess að rí­kissjóður geti orðið sér úti um 2,7 milljarða viðbótartekjur.

Við skulum lí­ka hafa það í­ huga að með hækkun á olí­u- bifreiða- og kí­lmetragjaldi auk vörugjalda af ökutækjum og eldsneyti versna rekstrarskilyrði fyrirtækja, smærri og stærri, m.a. í­ ferðaþjónustu á landsbyggðinni þar sem mörg fyrirtæki standa á brauðfótum eins og reyndar annarsstaðar. í þessu tilfelli koma rútufyrirtækin sérstaklega illa út. Þingmenn hafa verið duglegir að benda á að ferðaþjónustan komi til með að bjarga okkur í­ sumar. Það kemur hún ekki til með að gera ef við ætlum að skattleggja hana í­ hel.

Nú hljóta menn að sjá hversu skynsamlegt það hefði verið að ráðast nauðsynlega leiðréttingu á höfuðstóli lána strax í­ febrúar þegar framsóknarmenn lögðu það til.

Stóra herbergismálið

Hafið þið tekið eftir því­ að það er ekki þingfundur í­ dag? Hafið þið tekið eftir því­ hvaða mál rí­kisstjórnin lagði mesta áherslu fyrsta „alvöru“ starfsdag þingsins? Lí­klega ekki þar sem spunavélar rí­kisstjórnarflokkanna hafa lagt á það mesta áherslu að ræða um grænt herbergi á fyrstu hæð þinghússins, lí­klega til þess að bægja athyglinni frá eigin verkleysi. Eins og svo oft áður er aðeins hálfur sannleikurinn sagður. Látið er lí­ta út eins og þingmenn framsóknarmanna hafi gerst hústökumenn eða réttara sagt herbergistökumenn. Þess er ekki getið að samkomulag náðist í­ þessu máli í­ sí­ðustu viku á þinginu. Þingflokkur VG fær stærra herbergi ská á móti græna herberginu með gluggasýn að Austurvelli. Framsóknarmenn funda í­ herberginu með dómkirkjuna sjáanlega út um gluggana.

Mál þetta snýst ekki um hefðir og venjur. Það snýst fyrst og fremst um aðbúnað þingmanna. Þingmenn VG eiga ekki að þurfa funda í­ allt of litlu, loftlausu herbergi. Það eiga þingmenn framsóknarmanna ekki heldur að þurfa að gera. Það þingflokksherbergi sem VG er í­ núna tekur 11 manns í­ sæti. Það segir sig sjálft að 14 manna þingflokkur getur ekki starfað í­ því­ rými enda sitja fleiri þingflokksfundi en þingmenn. Þangað koma lí­ka gestir. Þingflokksfundi framsóknarmanna sitja t.d. 9 þingmenn, 3 starfsmenn og 2 fulltrúar SUF og LFK. Þetta gera 14 manns sem sitja alla fundi auk gesta sem eru boðaðir á fundi reglulega. Það segir sig sjálft að fyrst 14 vinstri græn komast ekki fyrir í­ 11 sæta þingflokksherbergi, þá gera 14 framsóknarmenn það ekki heldur.

Sí­ðan má lí­ka spyrja sig hvers vegna fjölmiðlar fjalli ekki um þá afstöðu þingmanna vinstri grænna að neita að flytja skrifstofuaðstöðu sí­na í­ hús við Aðalstræti eins og skrifstofustjóri Alþingis hafði ákveðið?

Lög stjórnmálaflokka

Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmí­ðar fyrir kosningarnar í­ ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í­ tengslum við skemmtanir hjá flokkunum í­ ár.

Þar sem ég er haldinn söfnunaráráttu á ýmsum sviðum, m.a. lögum stjórnmálaflokka þá finnst mér rétt að taka saman eldri lög sem ég hef undir höndum og fundust við fornleifauppgröft á tölvunni minni. Lumi einhver á lagi sem ég birti ekki hér þá má hinn sami endilega senda mér eintak og ég verð ævinlega þakklátur viðkomandi.

Um næstu helgi fer fram Eurovison. Þessa vikuna stendur hins vegar yfir hjá mér keppni um besta lag stjórnmálaflokks, þ.e.a.s. ef einhver nennir að hlusta og greiða atkvæði. Ég tek við atkvæðum í­ kommentakerfinu, á Facebook, í­ eigin persónu o.s.frv.. Kannski er rétt að taka fram að þið hlustið á lögin á eigin ábyrgð. Þessi tilkynning á sérstaklega við um lag Sjálfstæðismanna á ísafirði frá 2006, án þess þó að ég sé með áróður í­ gangi.

2009
VG: Við viljum vera eins og Svandí­s Sva / SUS – Söngsveitin Ugla og Saga
Framsókn: Óður til Framsóknar / Björnsdætur

2007
Framsókn: írangur áfram – Ekkert stopp / Magnús Stefánsson o.fl.
Samfylkingin: Vantar nafn á lagi / Róbert Marshal og Guðmundur Steingrí­msson

2006
Sjálfstæðisflokkurinn: Vantar nafn á lagi / Frambjóðendur í­ ísafjarðarbæ

2003
Framsókn: XB ást / Litrí­kir postular

1999
Framsókn: Framsóknarsamba / ísólfur Gylfi Pálmason

í†tli það sé ekki upplagt að tilkynna um sigurvegara í­ Eurovisionpartýi SUF á laugardaginn sem að mér skilst frá hlutlausum aðilum, verði það besta í­ bænum.

Hefur fengið nóg af Bretum

Fyrir nokkrum árum þegar vinsælt var meðal í­slenskra krata að kenna sig við Blairisma státaði í–ssur Skarphéðinsson sig af því­ að vera skráður í­ breska Verkamannaflokkinn, flokk Gordon Brown. Maður spyr sig hvort yfirlýsing í–ssurar í­ dag um að hann sé búinn að fá nóg af Bretum og megn óánægja með framgöngu þarlendra stjórnvalda þýði að hann sé búinn að segja sig úr flokknum?

Þessir stjórnmálamenn

Þó svo þessi sí­ða mí­n hafi ekki verið mjög virk sí­ðustu mánuði hef ég verið duglegur við að skrifa inn á aðrar sí­ður t.d. þessa. Fyrir þá sem ekki nenna að elta mig í­ netheimum þá safna því­ sem ég skrifa annarsstaðar á greinasí­ðuna mí­na. Þegar ég fór í­ gegnum þetta allt saman í­ gær fannst mér ég hafa bara verið nokkuð duglegur við að koma mí­num skoðunum á framfæri í­ vetur.

Ég komst annars að því­ í­ vikunni að fuglaskoðunarhúsið hér í­ Mosó sem ég skrifaði um í­ einni greininni var opnað og ví­gt í­ gær. Að sjálfsögðu var blásið til hátí­ðar mikillar þar sem mosfellskir fengu að láta ljós sitt skí­na. Um daginn ví­gðu stjórnmálamenn hér í­ Mosó lí­ka göngubrú yfir Köldukví­sl. Það er ótrúlegt hversu langt menn eiga það til að ganga til þess eins að fá fréttatilkynningu með mynd af sér senda til fjölmiðla. Ef stærri sveitarfélög blésu til slí­kra samkomna þegar ví­gja þyrfti jafn smávægilega hluti kæmust sveitastjórnarfulltrúarnir lí­klega ekki í­ vinnuna þar sem þeir væru uppteknir alla daga við ví­gslur.

Evrópskt sumar?

Jæja, kosningarnar eru loksins yfirstaðnar og lí­fið getur loksins farið að snúast um annað. Framsókn kom nokkuð vel út enda með góðan og fjölmennan hóp sjálfboðaliða og frambjóðenda um allt land sem lögðu ótrúlega mikið á sig til þess að árangur næðist. Markmiðið var skýrt þó svo baráttan væri í­ flesta staði ólí­k öðrum kosningabaráttum. Baráttan var það stutt og snörp að hún nánast búin áður en hún byrjaði.

Sí­ðan niðurstöðurnar lágu fyrir hafa ýmsir spekingar og kaffihúsakverúlantar velt því­ fyrir sér hvað gerist næst. Sjálfur sé ég ekki annað í­ spilunum en að VG og Samfylking myndi næstu rí­kisstjórn. Evrópumálin ættu ekki að vera vandamál. Á þingi er lí­ka meirihluti fyrir aðildarumsókn þó svo Bjarni vinur minn Harðarson haldi því­ fram að þingmenn Framsóknar ætli sér að hlaupast undan stefnu flokksins. Það geta allir haft sí­nar efasemdir um hvort rétt sé að segja já við ESB aðild. Ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd um hvort við eigum að ganga þar inn en get hins vegar ekki ákveðið mig fyrr en búið er að ganga til viðræðna og við vitum hvað er í­ boði.

Bjarni segir að fimm þingmenn flokksins séu gallharðir ESB andstæðingar. Ég vil samt benda Bjarna á að allir þingmennirnir sem hann nefnir hafa talað fyrir stefnu flokksins sem er að sækja um aðild og kanna hvað er í­ boði. Það þarf ekki annað en að renna yfir það sem þau sögðu í­ viðtölum fyrir kosningar. Vigdí­s Hauksdóttir sagði m.a. nokkuð skýrt á borgarafundi á NASA 22. aprí­l sl. að hún vildi fara í­ aðildarviðræður.

Okkar stefna er sú að sækja um aðild að uppfylltum ákveðnum skilyrðum varðandi auðlindirnar okkar, fiskimiðin og landbúnaðinn. Þessi stefna er alveg skýr… Ég fylgi stefnu flokksins. við erum búin að taka þessa stefnu fyrir á flokksþingi eins og hún er… Ég sætti mig við hana eins og hún er.

Ég sé ekki hvernig hægt er að lesa út úr þessu og sambærilegum svörum að framsóknarmenn ætli sér ekki að styðja við bakið á aðildarumsókn. Nú er málið hins vegar í­ höndum Jóhönnu og Steingrí­ms. Það er þeirra að koma sér saman um stefnu enda nauðsynlegt að rí­kisstjórnin sé samstí­ga um jafn veigamikið mál og aðildarviðræður við ESB eru.

Sjaldséðir hví­tir hrafnar

Þó liðið hafi ár og öld sí­ðan ég bloggaði sí­ðast þá er ég ekki hættur að setja færslur hér inn. Þróunin hefur hins vegar verið sú að vegna tí­maskorts hef ég látið mér nægja að setja inn örstutt skilaboð á Facebook. Tí­maskorturinn stafar af undirbúningi kosningabaráttunnar sem er að fara á fullt á næstu dögum. Segja má að undirbúningnum hafi lokið með vel heppnaðri frambjóðendaráðstefnu framsóknarmanna á Háskólatorgi í­ dag. Það er rosalega góður andi í­ framsóknarmönnum um allt land og mikill hugur í­ fólki.

Sigmundur Daví­ð heillar fólk upp úr skónum hvar sem hann kemur. Hann er að fara í­ fundaferð á mánudaginn og kemur til með að halda um 20 fundi um allt land fram að páskum. Þeir sem áhuga hafa á að hitta Sigmund ættu að fylgjast með á framsokn.is. SUF er auðvitað á fullu að skipuleggja atburði um allt land. Það eru því­ spennandi og þétt bókaðar vikur framundan hjá mér. Inn á milli gef ég mér sí­ðan tí­ma til að sinna MA ritgerðinni minni sem verður sagt frá við betra tækifæri.