Um mig

Ég er ekki annað en samansafn af því­ sem orðið hefur á vegi mí­num sí­ðan ég fæddist. Fæðingardagurinn var 17. desember 1984, á afmælisdegi móðurömmu minnar. Þar sem ég fæddist á mánudegi kom ekkert Morgunblað út þann daginn. í raun virðist lí­tið markvert hafa gerst þann dag fyrir utan auðvitað fæðingu mí­na. Það erfitt að tala um fæðinguna án þess að minnast á foreldra sí­na en þeirra er getið hér í­ neðstu málsgreininni.

Til tví­tugs bjó ég í­ Borgarnesi þar sem ég kláraði grunnskóla en framhaldsskólamenntun sótti ég á Akranes. írið 2007 útskrifaðist ég með BA gráðu í­ þjóðfræði þar sem ég tók safnafræði sem aukagrein frá Háskóla íslands. Þegar þetta er skrifað stunda ég MA nám í­ þjóðfræði við sama skóla.

Ég er haldinn þeirri fí­kn að starfa í­ félagsmálum og hef sinnt margví­slegum félagsstörfum m.a. fyrir nemendafélög í­ grunn- og framhaldsskóla auk þess að vesenast í­ hagsmunabaráttu stúdenta. Ég er framsóknarmaður eins og ég hef kyn til. í dag gegni ég varaformennsku í­ Sambandi ungra framsóknarmanna.

Og einhverra manna er ég eins og aðrir. Foreldrar mí­nir eru þau Jón Agnar Eggertsson (f. 5.1.1946, d. 11.2.1993) frá Bjargi í­ Borgarnesi, fv. formaður Verkalýðsfélags Borgarness og Ragnheiður S. Jóhannsdóttir kennsluráðgjafi frá Sauðárkróki (f. 27.7.1955). Föðuramma mí­n hét Aðalheiður Lilja Jónsdóttir (f. 8.8.1910, d. 29.3.2001) sem fædd var og uppalin á Arnarfelli í­ Þingvallasveit og föðurafi Eggert Guðmundsson (f. 20.10.1897, d. 19.8.1979) frá Eyri í­ Flókadal. Móður amma mí­n heitir íslaug Ester Sigfúsdóttir (f. 17.12.1926) frá Sauðárkróki og var hún gift honum afa, Jóhanni Sólberg Þorsteinssyni (f. 6.3.1910, d. 12.5.2006) frá Stóru-Gröf í­ Skagafirði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *