Redding

Það eru anasans vandræði fyrir menntamálaráðherra að landsmenn séu búnir að gleyma kí­nverska silfrinu nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrapar í­ fylgi. Nú væri ekki slæmt að fá mynd af sér með í­þróttamanni ársins sem nýbúin er að vinna stórt afrek á forsí­ðu mest lesna dagblaðsins. Hvað er aftur númerið hjá Þorsteini Páls?

Frjálslyndir á slóðum Framsóknar

Nú berast þær fréttir að Frjálslyndir vilji breytingar á lögum um Seðlabanka íslands í­ þá veru að bankastjórar bankans verði ráðnir faglega. Þetta er samhljóða frumvarpi sem þingflokkur Framsóknarflokksins undir forystu Höskuldar Þórhallssonar lagði fram við setningu þings í­ haust. Nú liggja því­ fyrir þinginu tvö frumvörp um breytingar á Seðlabankanum frá sitthvorum þingflokknum. Mig …

Reykjaví­k-Rotterdam

Loksins fengum við í­slenska kvikmynd sem spinnur vel saman spennu, hraða og húmor. í öllu krepputalinu hefur Reykjaví­k-Rotterdam fengið allt of litla umfjöllun. Myndin er vel skrifuð, útlitið er flott og leikararnir tala eins og eðlilegt fólk. Ég er sáttur við nánast allt sem viðkemur myndinni nema þá kannski miðaverðið. 1300 krónur fyrir eitt stykki …

Búlúlala

Þessa dagana er í­ tí­sku að vitna í­ Stein Steinarr í­ tilefni af því­ að hann hefði orðið 100 ára í­ dag hefði hann lifað. Þó svo Steinn hafi verið umdeildur þá var hann eitt besta ljóðskáld sem ísland hefur alið. Það er það nánast ógerningur að velja eitt uppáhaldsljóð úr hópi útgefinna ljóða Steins. …

Við viljum aðgerðir strax!

Ræða Geirs H. Haarde í­ kvöld var nauða ómerkilegur pappí­r og ótrúlegt að maðurinn skuli láta slí­kt frá sér fara á meðan þjóðin er að bugast undan efnahagsástandinu. Ekki er fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra lagði fram í­ vikunni skárra. Það er draumkennt. Stjórn SUF sendi annars frá sér ályktun um stöðu efnahagsmála fyrir nokkrum mí­nútum sí­ðan …

Sólin bak við skýin

Einhver kynni að segja að eftir viku einhverra mestu hamfara í­ í­slensku viðskiptalí­fi sem sögur fara af væri galið að opna nýja verslunarmiðstöð. Þeir ofurhugar sem ætla sér að opna Korputorg á laugardaginn blása á allar þannig bölspár. Svona menn eiga eiginlega skilið einhver verðlaun fyrir bjartsýnina.