Búlúlala

Þessa dagana er í­ tí­sku að vitna í­ Stein Steinarr í­ tilefni af því­ að hann hefði orðið 100 ára í­ dag hefði hann lifað. Þó svo Steinn hafi verið umdeildur þá var hann eitt besta ljóðskáld sem ísland hefur alið. Það er það nánast ógerningur að velja eitt uppáhaldsljóð úr hópi útgefinna ljóða Steins. Nokkrar lí­nur úr ljóðinu Miðvikudagur eiga kannski ágætlega við núna þar sem Steinn yrkir um mennina sem tapa og græða á ví­xl. Hallgrí­mskirkja (lí­kan) er skemmtilegt kvæði og Barn er afskaplega fallegt. Þá eru ótalin kvæði eins og Passí­usálmur nr. 51, Að frelsa heiminn, Að sigra heiminn og Það vex eitt blóm fyrir vestan svo einhver séu nefnd. Eins og ég segi þá er það nánast ógerningur að velja uppáhaldskvæði eftir Stein en eitt kvæði þykir mér vænna um en önnur þar sem það fékk mig til að lesa ljóðasafnið hans. í kvæðinu Búlúlala deilir hann á  Haile Selassie, f.v. keisara og einræðisherrea Eþí­ópí­u.

Abbensí­nukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlaa.
í–llum mönnum, sem í­huga málstað rí­kisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.

Og í­ hreinskilni sagt eru allir óvinir rí­kisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.