Dagurinn sem Sjálfstæðismenn fögnuðu

Nú veit ég ekki hvort þetta hefur komið fram áður en þegar ég horfði á innlenda fréttaannálinn á RÚV áðan rifjaði ég upp þingflokksfund sem ég sat 26. janúar 2009. Ég fór frá Hverfisgötunni í­ þinghúsið ásamt tveimur öðrum. Við fórum inn bakdyramegin í­ stað þess að eiga það á hættu að þurfa brjóta okkur leið framhjá mótmælendum á Austurvelli. Þegar ég kem inn í­ þinghúsið sé ég Geir H. Haarde standa í­ stiganum sem liggur upp í­ mötuneytið umkringdur fréttamönnum. Ég stoppa ekki heldur geng inn í­ þingflokksherbergi framsóknarmanna (græna herbergið) en heyri á leiðinni fagnaðarlæti í­ herberginu á móti, þ.e. þingflokksherbergi sjálfstæðismanna (bláa herbergið). Ég kveiki um leið á sjónvarpinu, sé Geir þá í­ beinni útsendingu og kemst að því­ að hann var að tilkynna um stjórnarslit. Ég er ekki viss um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi fagnað mikið oftar árið 2009.