íslensk tvenna

í tveimur orðum er Köld slóð óraunveruleg og stirðbusaleg kvikmynd. Landslagið gæti reyndar hrifið erlenda áhorfendur. Ég hef sí­ðan aldrei skilið hvers vegna íslendingar rembast oft við að koma inn í­ kvikmyndir tilgangslausum nektarsenum. Konungsbók var heldur ekki sérstök lesning. Hún var alls ekki léleg en er óspennandi og lí­klega það slakasta sem Arnaldur hefur …

Þurran vill hún blóði væta góm

Þey þey! þey þey! þaut í­ holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða lí­ka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm; útilegumenn í­ Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Kannski er það bara tilviljun að Baugur notar ÁSprengisandi í­ áramótakveðjunni sinni. Það er samt hægt að túlka textann á ýmsan hátt. …

Britain, Britain, Britain!

RíšV sýndi í­ kvöld og gærkvöldi Little Britain Abroad. BBC sýndi fyrri þáttinn á jóladag en seinni þátturinn verður ekki sýndur úti fyrr en á laugardaginn. Verð bara að segja að það er nokkuð flott hjá RíšV að sýna BBC þátt á undan BBC. Að vanda voru þeir Matt og David góðir.

Gettu betur sjokk

Gettu betur nördinn fékk smá sjokk í­ gær. Þegar ég kí­kti á textavarpið í­ gærkvöldi var búið að draga í­ fyrstu umferð og FVA ekki með lið í­ ár. Mikið þykir mér það lélegt. Veit ekki hvað klikkaði en fæ vonandi skýringu á því­ fljótlega. Undanfarin ár hefur uppistaðan í­ liðinu verið nemendur annarsstaðar af …

Gleðileg jól

Möndlugrauturinn hjá ömmu er órjúfanleg hefð í­ hádeginu á aðfangadag. Núna eru pakkarnir komnir undir tréð, hryggurinn kominn í­ ofninn og ég er kominn í­ hátí­ðarskap þrátt fyrir skort á jólasnjó. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Frú Þorgerður

Ábls. 35 í­ Morgunblaðinu í­ dag er grein eftir mig um málefni Náttúruminjasafns íslands. Ef þið hafið ekki Moggann við höndina þá birtist hún hér á næstu dögum. Þið takið kannski eftir því­ að búið er að lappa smá upp á suf.is. Fanný er að gera virkilega góða hluti sem ritstjóri þar.

Ní­ðstengur

Áfyrsta ári mí­nu í­ þjóðfræðinni gerðu ég og Tommi útvarpsþátt um ní­ðstengur. Fréttin um bóndann í­ Bí­ldudal sem reisti ní­ðstöng til að ná sér niður á nágranna sí­num vakti því­ athygli mí­na. Þetta er lí­klega sjötta særingin sem fer fram hér á landi eftir 1900. Ní­ð var áður reist til að fá landvætti til liðs …

Samþykkt

Núna get ég endanlega sagt að ég sé kominn í­ jólafrí­. Fékk BA verkefnið mitt samþykkt í­ morgun. Stefni að því­ að byrja strax eftir áramót skriftum. Vonandi kemst ég að einhverju um skipulag trúarbragða á íslandi fyrir kristnitöku sem er mjög áhugavert efni, þ.e.a.s. ef hér hefur verið eitthvað skipulag.