98 ár frá fyrsta Landsmótinu?

Ég óska Akureyringum og öllum sem að Landsmóti UMFí um helgina komu til hamingju með velheppnað mót. Mér hefur oft þótt fjölmiðlar gera meira úr mótinu en þeir gerðu í­ ár. Stöð 2 fjallaði lí­tið um mótið og RÚV sýndi ekki beint frá mótinu eins og á a.m.k. þremur sí­ðustu. Sjálfsagt á „ástandið“ sök á því­. Fjölmiðlar voru hins vegar óvenju duglegir við að tönglast á því­ að 100 ár væru sí­ðan fyrsta Landsmót UMFí var haldið. Er þar ví­sað til þess að 17. júní­ 1909 var haldið á Akureyri Fjórðungsmót norðlendinga þar sem keppt var í­ ýmsum í­þróttagreinum.

Mér finnst mjög hæpið að um þetta mót sé talað sem Landsmót UMFí þó svo það sé almenn viðurkennt í­ dag. UMFí kom t.d. ekki að skipulagningu mótsins heldur stóð Ungmennafélag Akureyrar fyrir mótinu f.h. Fjórðungssambands Norðlendingafjórðungs. Á næstu árum voru haldnar ví­ða um land í­þróttakeppnir á vegum ungmennafélaga sem ekki flokkast til landsmóta í­ dag. Ég myndi segja að fyrsta eiginlega landsmótið hafi farið fram í­ Reykjaví­k tveimur árum seinna eða 17. júní­ 1911 (sama dag og Háskóli íslands var stofnaður). UMFí skipaði undirbúningsnefnd fyrir það auk þess sem samdar voru keppnisreglur og þær sendar félögum til kynningar. Á einhverjum tí­mapunkti á 20. öld er farið að telja „Landsmótið“ 1909 til eiginlegra Landsmóta. í†tli einhver geti bent mér á hvenær það gerist og hvers vegna?