Spáin

í vor áður en fótboltasumarið hófst spáði ég því­ að FH yrði í­slandsmeistari, Valur í­ 2. sæti og íA í­ því­ þriðja. Fólk var ekki alveg tilbúið að kaupa það að íA yrði svona ofarlega en ég er bara nokkuð sáttur með að hafa haft rétt fyrir mér í­ þeim efnum.

Einn draumur úti

Það er ekkert að því­ að tapa á móti Leicester. Fí­nt lið þar á ferð. Höfðu meir að segja íslending innanborðs fyrir nokkrum árum. Og sí­ðan er þetta auðvitað bara deildarbikarinn. Ómerkileg keppni. Villa á eftir að vinna bikara bráðum. Vitið bara til.

Enn um sveigjanlega nýtingu búfjár

í stjórnmálaályktunum landsþings Ungra jafnaðarmanna 2006 er að finna þessa klausu um landbúnaðarmál. Feitletrunin er mí­n. Ungir jafnaðarmenn vilja endurskoða landbúnaðarkerfið í­ heild sinni með það að markmiði að draga mjög úr rí­kisafskiptum. Afnema skal verndartolla og leggja áherslu á frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. Það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á búfénaði og afurðum …

Sveigjanlegri nýting bænda á búfénaði

Helgin nýttist í­ rökræður við ungliða annarra stjórnmálaflokka á Þingi unga fólksins. Þar koma fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna saman og reyna að finna mál sem hægt er að sameinast um. Hver hreyfing fær þar jafnmarga fulltrúa og stjórnmálaflokkur þeirra skipar á Alþingi. Ég held að ungt framsóknarfólk geti verið ánægt með helgina. Við héldum gott partý …

Endurgreiðsla er góð hugmynd

Það er gott mál hversu margir erlendir kvikmyndagerðamenn hafa áhuga á að taka upp myndir sí­nar á íslandi og það er engin tilviljun að svo sé enda fá þeir endurgreiddan hluta af kostnaðinum sem til fellur hérlendis. Það er góð hugmynd að nota sama fyrirkomulag til að kvetja erlenda tónlistarmenn til að taka upp tónlist …

BKG

Það má segja að Valdimar hafi komið okkur MA nemum á óvart áðan þegar Barbara Kirshenblatt-Gimblett birtist allt í­ einu. Mjög áhugavert að fá að tala við hana. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er BKG einn þekktasti þjóðfræðingur dagsins í­ dag og örugglega með þeim ví­ðlesnari úti í­ hinum stóra heimi utan fagsins.