Red Fridays Movement

í dag er fólk hvatt til að klæðast rauðu til að styðja við bakið á munkunum í­ Myanmar. Þetta er svo sem ekki í­ fyrsta skipti sem fólk er hvatt til að klæðast ákveðinn lit til að sýna stuðning við einhvern málstað. íslendingar hafa t.d. í­ nokkur ár klæðst bleiku 19. júní­. í Kanada finnst hópur sem kallast Red Fridays Movement (sem þó eru ekki skipulögð samtök). Upphafskonur hans voru eiginkonur hermanna í­ írak og Afganistan sem vildu sýna stuðning við eiginmenn sí­na. Seinna fór fleira fólk sem studdi strí­ðið í­ írak í­ Kanada og Bandarí­kjunum að klæðast rauðu á föstudögum og orðsporið fór ví­ða. Rauðu föstudagarnir í­ Amerí­ku og rauði föstudagurinn í­ dag eiga það sameiginlegt að boðið berst manna á milli munnlega eða á netinu. Engar auglýsingar eru keyptar í­ fjölmiðlum til að ná til fleira fólks. Já börnin góð, viðfangsefni þjóðfræðinga leynast ví­ða.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *