Lög stjórnmálaflokka

Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmí­ðar fyrir kosningarnar í­ ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í­ tengslum við skemmtanir hjá flokkunum í­ ár.

Þar sem ég er haldinn söfnunaráráttu á ýmsum sviðum, m.a. lögum stjórnmálaflokka þá finnst mér rétt að taka saman eldri lög sem ég hef undir höndum og fundust við fornleifauppgröft á tölvunni minni. Lumi einhver á lagi sem ég birti ekki hér þá má hinn sami endilega senda mér eintak og ég verð ævinlega þakklátur viðkomandi.

Um næstu helgi fer fram Eurovison. Þessa vikuna stendur hins vegar yfir hjá mér keppni um besta lag stjórnmálaflokks, þ.e.a.s. ef einhver nennir að hlusta og greiða atkvæði. Ég tek við atkvæðum í­ kommentakerfinu, á Facebook, í­ eigin persónu o.s.frv.. Kannski er rétt að taka fram að þið hlustið á lögin á eigin ábyrgð. Þessi tilkynning á sérstaklega við um lag Sjálfstæðismanna á ísafirði frá 2006, án þess þó að ég sé með áróður í­ gangi.

2009
VG: Við viljum vera eins og Svandí­s Sva / SUS – Söngsveitin Ugla og Saga
Framsókn: Óður til Framsóknar / Björnsdætur

2007
Framsókn: írangur áfram – Ekkert stopp / Magnús Stefánsson o.fl.
Samfylkingin: Vantar nafn á lagi / Róbert Marshal og Guðmundur Steingrí­msson

2006
Sjálfstæðisflokkurinn: Vantar nafn á lagi / Frambjóðendur í­ ísafjarðarbæ

2003
Framsókn: XB ást / Litrí­kir postular

1999
Framsókn: Framsóknarsamba / ísólfur Gylfi Pálmason

í†tli það sé ekki upplagt að tilkynna um sigurvegara í­ Eurovisionpartýi SUF á laugardaginn sem að mér skilst frá hlutlausum aðilum, verði það besta í­ bænum.