Það er ekki oft sem maður notar orðin typpi, kúkur og riðlast í skólanum en ég gerði það núna áðan í skrifum mínum um Freudisma. Augljóslega hafði Dundes rétt fyrir sér, fótboltamennirnir eru bara að reyna að riðlast á andstæðingum sínum.
5 thoughts on “Dónaorðin”
Lokað er á athugasemdir.
Pfff… það er nú ekki nauðsynlegt að nota þessi orð til að skrifa um Freudisma… en jú, gott að fá útrás 😉 Hvernig var svo búningurinn þinn? Fékkstu verðlaunin? Ég er alltaf að kíkja og vonast eftir nákvæmri lýsingu!
Veit ekki hvort það voru nokkur verðlaun, fór nokkuð snemma. En myndir enda á Þjóðbrókarsíðunni þegar Eggert kemur aftur.
Ferð þú annars ekki að láta sjá þig á Þjóðbrókarviðburðum?
urr… þarf ég að bíða eftir myndum! Jú, nú fer ég einmitt að láta sjá mig.
Ég stóð í þeirri meiningu að fótboltamennirnir riðluðust aðallega á samherjum sínum í hvert sinn sem einhver skorar mark. Svo sætt 🙂
Það gleymdist eitthvað gjörsamlega að kjósa um besta búninginn…