Ég fór áðan á bókamarkað og keypti mér Bláu trén í Friðheimum á góðu verði. Kom síðan heim og hitti tvo Votta hérna frammi. Þeir voru bara kurteisir, gáfu mér bæði Varðturninn og eitthvað blað sem heitir Vaknið sem fjallar meðal annars um þróunarkenninguna. Hafði ekki alveg tíma til að spjalla við þá. Annar þeirra fór hins vegar upp á efstu hæð og spjallaði við gömlu konuna þar. Votturinn var fljótur að koma sér burt þegar gamla konan fór að tala um að hann væri nú ungur maður, fimmtugur, og að hún hefði nú veikst þegar hún var átta ára (væntanlega inngangur að ævisögunni).
Ég er annars einn í dag. Eygló fór með Rósu og fleirum í sumarbústað og verður þangað til á morgun. Ef einhver hefur skemmtilegar tillögur um hvað ég ætti að gera í kvöld þá má hafa samband.