Vakandi

Af hverju er ég ennþá vakandi klukkan þrjú að nóttu? Ég er náttúrulega að horfa á Glæpamann í tjaldi.  Ritgerðin er nær tilbúin, bara heimildaskráin eftir.  Annars þá er þriðjudagurinn síðasti upptekni dagurinn minn fyrir próf.  Eftir það get ég bara farið að hugsa um prófaplön og slíkt.  Notalegt.  Á þriðjudagskvöldið þá á ég annars að vera að hitta Háskólalistafólk og fólkið í Rannsóknunum.  Sem betur fer þarf ég ekki að vera á tveimur stöðum í einu þar sem þessir hittingar fara fram á sama stað.  Get hoppað á milli.