GSM hugleiðingar

Í apríl 1999 keypti ég mér gsmsíma í fyrsta sinn, sá var Nokia 5110 og hann virkar ennþá. Eða næstum því. Loftnetið er nálægt því að detta af og skjárinn er byrjaður að klikka aðeins (lagast samt um leið og ýtt er á einhvern takka).

Við kíktum í símabúðirnar í Kringlunni í dag en ég keypti ekki neitt (enda síminn ekki alveg dauður). Ódýrasti síminn var 3310 en ég held að ég hafi heyrt eitthvað um þeir endist illa, síðan er örlítið dýrari en með þónokkuð skemmtilegri möguleikum. Ég vill ekki lítinn síma, óþarfi að fá svona hlunk einsog 5510 mér finnst þægilegra að finna fyrir símanum.

Ég hef annars ekkert vit á símum þannig að það væri gaman að fá ráðleggingar. Vill aðallega ekki síma sem bilar strax, síðan fer maður með hann í búðina, starfsmaður fer með hann bak við, hendir í haug af biluðum símum og kemur með annan úr haugnum.