Grísla (eða Zero einsog hún heitir formlega), naggrísinn okkar, er veik. Ég var að fara að klippa á henni klærnar, einsog maður þarf að gera reglulega, og sá þá að framfótur hennar var hálfuppblásinn. Mér brá hrikalega og eftir að hafa eytt smá tíma á netinu fann ég upplýsingar um hvers konar sýkingu er um að ræða. Þarf að fara með hana til dýralæknis, líklega þarf sýklalyfjameðferð. Held að í versta falli gæti hún misst tær, að vísu virðist þetta ekki vera orðið alvarlegt því þá ætti hún að vera hálfþunglynd og lystarlaus. Erfitt að geta ekki komið henni til dýralæknis fyrren á mánudag. Hvert skyldi fara með svona smádýr? Veit einhver?
Grísla fæddist í júní 1999 og við höfum átt hana nærri frá því hún fæddist, örlítill hnoðri, við höfum reyndar átt hana saman lengur en við höfum búið saman. Maður getur endalaust dáðst að því hve sæt hún er, indæl, forvitin, varkár og hrædd. Ég hef ægilegar áhyggjur af henni núna meðan ég heyri í henni narta í kínakálið.