Get ekki sagt að ég sé voðalega glaður með þessa útkomu hjá VG. Vissulega er ég ánægður að hafa Katrínu efst en ég hefði viljað sjá Auði ofar og ég held að hún hafi átt skilið að vera ofar. Svo einfalt er það. Fleiri sem hefðu mátt fljóta ofar. Steinunni gekk líka vel og fékk það sem hún vill. Ég vil hins vegar lýsa frati mínu á fléttulista. Þeir valda óhóflegu plotti. VG gæti vel verið án þess og við myndum fá góða lista með fínu kynjahlutfalli, hugsanlega fleiri konur það er bara af því að við höfum bestu konurnar (reyndar marga fína kalla líka svosem).