Ég var að skrá mig í námskeið sem ég mun væntanlega skrá mig aftur úr. Arfleifð Deltablúsarans Robert Johnson. Ég ætla að sitja námskeiðið og lesa bækurnar en ég efast um að ég taki próf. Sigrún verður þarna sem og Jón Kr.. En það kemur meira á óvart að Sverrir og Snabbi Guðmundssynir eru skráðir þarna líka.
Ég held annars að það sé óhætt að mæla þessu námskeiði fyrir tónlistaráhugamenn. Get ímyndað mér að þónokkra lesendur mína langi að kíkja. Skráið ykkur! Námskeiðsnúmerið er 10.10.73. Námskeiðið er kennt á 3-4 dögum núna í janúar af gistikennara.