Að vakna illa

Ég vaknaði illa áðan, draumarnir höfðu verið undarlegir og þegar Eygló vakti mig þá var það hrikalega óþægilegt. Ég var líka ekki með minn eigin kodda. Það er fátt verra heldur en að vakna illa, það eyðileggur hvíldina. Reyndar skiptir þetta ekki öllu máli enda þarf ég ekki í vinnuna fyrr en seint og síðarmeir á morgun. Þarf að vísu að fara með grísinn til dýralæknis í fyrramálið.

Núna er ég að hlusta á Rottweiler en stefni á að horfa á eitthvað. Spurningin er hvort maður á að horfa á That 70s Show, Marxbræðramynd eða kannski Hidden Fortress (ósiður að nota ensk nöfn á erlendar myndir aðrar en þær sem eru á ensku en ég man ekki þetta nafn á japönsku) eftir Kurosawa.